Guði c lof fyrir Pensilín!
Hef legið eins og hráviðri um helgina en slæm streptókokkasýking barði dyra hjá mér á föstudaginn - var komin með yfir 39° er heim var komið úr vinnuni og átti ógeðslega bágt. Ég kalla nú ekki allt ömmu mína (enda á ég enga) hef verið í tæpan sólarhring að koma barni út úr mér só bílív mí - ég þekki sársauka ... en það er einhvernveginn þannig að þegar ég fæ þennan viðbjóð þá fer ég bara að grenja. Get ekki kyngt, ekki talað - ekki gert neitt - nema legið og tárin renna :/ En þá koma elsku snúllu pensílínin til sögunnar og ég gat farið að vinna í dag - og líður bara frábærlega, takk fyrir það Mr. Kavepenin :)
Annars er Mr. Moggi að eyðileggja sumarið fyrir Alla mínum, en hann hefur verið að bera út alla morgna kl. 05 í roki og rigningu - svo hann verður að leggja sig þegar hann kemur heim og sefur til tvö um daginn og þegar ég kem heim úr vinnuni kl.16 þá er krakkagormurinn ennþá á naríjunum - nýbúinn að fá sér morgunmat. Persónulega finnst mér þessi 15 þúsundkall sem hann er að fá ansi dýrkeyptur en hann er bara að sofa af sér sumarið. Það er þó ekki nema vika eftir en þá fer hann með pabbsa sínum á Stöðvó en þar líður öllum börnum best :-) Á meðan hann dvelur í sveitinni ætla ég að mála eldhúsinnréttinguna mína - en það ku vera mun ódýrara en að kjaupa nýja :-)
... og þá kom mávur á svalirnar - ætli hann finni lyktina af kjúklingnum í ofninum eða ætli hann sé grænmetisæta og ætli að narta í stjúpurnar mínar?