Blá...
Í dag er ég ekkert lítið blá... Alli er búinn að vera í kvíðakasti síðan á föstudag þegar við fórum að hitta dómarann í árásarmálinu... hann er að fara að bera vitni á morgun, þriðjudag kl. 09:15. Alli verður einn í herbergi með dómaranum og má ég ekki vera inni til að veita stuðning. Ég má aftur á móti vera í hliðarherbergi sem er aðskilið með síþrú spegli með árásarmanninum sjálfum; Jóni Péturssyni, verjanda hans og saksóknara. Alla finnst eðlilega ofboðslega óþægilegt að vita af Jóni vera að horfa á sig meðan hann er að rifja upp þennan örlagaríka dag. Við erum að fara fram á skaða- og miskabætur og vona ég að dómarinn sjái vel okkar hlið á málinu. Það er bara sorglegt að þurfa að láta barnið sitt plokka af sárinu aftur og aftur... og mig grunar að það hafi verið eitthvað rangt staðið að málinu í byrjun, amk var Alla lofað af lögreglunni að hann þyrfti bara einu sinni að segja frá þessu og á sínum tíma var það tekið upp á myndband og allt. Annars veit ég ekki... bara einn dagur til viðbótar og þá er þetta vonandi búið... þá höldum við veislu... þessum kafla verður lokið í okkar lífi.