Það er stutt síðan ég áttaði mig á því að vinur minn, maður á aldur við mig, hélt í alvöru að konur notuðu háa hæla af því þær héldu að þær væru of lágvaxnar. Þessar elskur góna á alla rassa og fótleggi sem fyrir þeim verða en átta sig ekki endilega á samhenginu við fótbúnaðinn.