Æji, hvað á mar svo að hafa í matinn í kvöld... ?
Við áttum alveg fína ferð austur til mömmu - hvasst á leiðinni og því var farið frekar hægt en ögullega yfir, náði því þó að vera undir 6 tímum :) Hjá mömmu beið okkar grjónagrautur með slátri sem við vorum agalega fegin að fá - eins og má sjá...

Fórum til Kolla á laugardaginn, sem var óvenjuhress m.v. heilsu síðustu daga og þekkti hann óþekktarstelpuna og alles. Við fengum agalega stórt bros frá honum... en hann fékk flensusprautu seinna um daginn og var ekki jafn hress á sunnudeginum :/ Við kíktum líka upp í Almannaskarð og fékk Alli að grípa í stýrið á Stokknesi og er þetta í síðast sinn, gott fólk sem ég sit undir þessu ,,barni" - enda orðinn jafn stór og mammsa sín og þungur eftir því... :/

Annars var þetta barasta hin fínasta ferð í alla staði og tók drengurinn þá ákvörðun eftir margra klukkutíma spjall að fermast... já.. hann ætlar að láta verða af því... en ekki í kirkju. Við erum að skoða möguleikana sem er boðið upp á hér - veit að margir í fjölskyldunni verða hissa/súrir yfir þessari ákvörðun en þetta er hans ákvörðun og kemur ekkert annað til greina en að standa við bakið á barninu... enda er þetta hans líf.. ekki okkar :-)
Ætla að fara að drífa mig í skvass - skrokkurinn ekkert búinn að reyna mikið á sig síðan á föstudag og þegar mar er kominn í svona góða þjálfun þá þýðir það ekki neitt... fyndið... hitti Fúsa Kröyer í Veggsporti í síðustu viku en hann er að lyfta þar á fullu... haha... hann hefur ekkert breyst ;)