Notalegt í morgunsárið...
Þegar ég var að lesa Fréttablaðið í morgun og drekka boozterinn minn þá tók elskulegur sonurinn upp gítar og fór að fikta. Hann var í gítartíma hjá pabba sínum í gær en hann er alltaf hjá þeim á þriðjudögum og er faðirinn að sjá um tónlistarlegt uppeldi á drengnum... hvað um það. Þessir líka undurfallegu tónar tóku að streyma frá barninu og spilaði hann svooo fallegt lag, svo fallegt að ég hætti undir eins að lesa, lyngdi aftur augunum og naut í botn. Þegar spilun lauk þá spurði ég hann hvaða lag þetta hefði verið því þetta var svo ferskt og fallegt... tjáði hann mér það að hann hefði samið það sjálfur, nokkrum mínútum fyrr! Þvílíkt og annað eins... barnið mitt er að stefna í að verða tónlistarsnilli mikill og kann ég föður hans bestustu bestu þakkir fyrir... Trassarnir rúla - svo mikið er víst... enda er að koma út plata með þeim... Hlakka itl að heyra nýjasta nýtt í flösudreifingu og öðru headbangi :)