Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


laugardagur, nóvember 4

Mmmmm.... 

Þegar lægðunum rignir yfir mann á færibandi og kólnar hratt í veðri - hvað er betra en að fá sér hvítlaukslæri með brúnni sósu, salati og brúnuðum?




Ætla að láta þetta flykki marenerast í dag og elda hægt svo það bráðni í munni.... mmm...

En fyrst ætlum við Alli að baka Gulrótarköku ... notalegar svona matarmiklar helgar :)

Annars eru vinnufélagarnir farnir í vikukrús um karabíska hafið í Lúxusskipi (einhverjar tvöhundruð hæðir með fjórtán sundlaugum og ég veit ekki hvað og hvað...) svo ég er ein í sjoppunni næstu vikuna. Grunar að það komi í ljós mikill draugagangur í Bæjarlindinni þegar ég mæti ein í myrkri ... bezt að vera ekkert að huxa um það, Sigga mín - maður sér bara það sem maður vill sjá.

Annars er lítið að frétta - ætlaði að fara upp í Leikfélag Hafnarfjarðar í vikunni og hjálpa eitthvað til með Ráðskonu Bakkabræðra en sorglegir atburðir urðu þess valdandi að ég forgangsraðaði upp á nýtt hjá mér og hef sinnt sálgæslu hjá syni mínum undandfarið. Lífið er bara svo dýrmætt og börnin manns svo ofurviðkvæm fyrir áföllum að maður verður að hafa hlutina á hreinu. Okkur var nú samt hálf hent út í gær (,,mamma - ég get alveg verið einn heima og mér kemur ekkert til með að leiðast, sko") og fórum við í smá pókerspil við ónefnda samgrúppíu mína og félaga hans og eru þau mörgum þúsundkallinum fátækari í dag, því miður fyrir þau - en þetta gómsæta læri er keypt fyrir ágóðan af þeirri kvöldstund okkar :) ... það er sko alveg hægt að vera heppin í spilum OG ástum :)

Góða helgi :þ

Comments:
Já þetta virkar amk. girnilegt og örugglega ekki verra að hafa eiginlega unnið það í póker! Ég er svo sammála þér með hvað það er nauðsynlegt að halda vel utan um börnin sín þegar e-ð bjátar á, þau eru svo óendanlega dýrmæt. knús ljúfan mín til ykkar allra að norðan;-)
 
Skrifa ummæli