Eigum við að ræða þetta?
Drottningin örþreytt, nýkomin úr Geðveikinni sem kallast Kringlan núna áðan... mikið stress á fólki og langar raðir. Rankaði við mér áðan og fattaði að það er síðasti dagur til að skila af sér kortum í dag svo ég ullaðist í póstinn og reddaði mömmu tveim gjöfum i leiðinni. Svo núna sit ég hér og líður eins og það sé föstudagur og vinnuvikan hafi verið ógó erfið... samt erum við ekkert í neinum jólagjafastússi - það er samt einhvernveginn þannig að þrátt fyrir að hafa ekki þurft að versla fjörtíu gjafir þá er mar samt á síðasta sjéns með allt og allt einhvernveginn eftir... en það er kannski bara þreytan og þráin eftir sólarglætu að tala :/
Heimagerðu jólakortin mín tókust með afbrigðum vel - nema hvað ég skrifaði óvart á þau með ósýnilegum penna :/ grænn penni sem sést ekki í dagsljósi - heldur bara við kertaljós... má redda sér með því að fullyrða að stemmarinn eigi að vera kósý þegar þau eru lesin - en Íslandspóstur er örugglega ekkert hrifinn af þessu svo ég skrifaði ofan í umslögin aftur. Skrifaði svo bara með venjulegum penna á restina - svo ef einhver sem les þetta fær autt kort er betra að bera það upp að ljósi áður en því er fleygt :)
Fórum til Mæðrastyrksnefnar í gær og gáfum einstæðri móður hellings pjéning til að greiða fyrir góðum jólum - tilfinningin var góð :)
Annars ætla ég að fara að sofa núna - erfiður dagur í vinnuni á morgun - allir verkamennirnir mínir þurfa að fá innpakkaðann pakka frá fyrirtækinu og ég er víst sérfræðingurinn í því :)
Drepist ekki úr stressi - ég skal sjá um það :/