Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


miðvikudagur, desember 20

Eigum við að ræða þetta? 

Drottningin örþreytt, nýkomin úr Geðveikinni sem kallast Kringlan núna áðan... mikið stress á fólki og langar raðir. Rankaði við mér áðan og fattaði að það er síðasti dagur til að skila af sér kortum í dag svo ég ullaðist í póstinn og reddaði mömmu tveim gjöfum i leiðinni. Svo núna sit ég hér og líður eins og það sé föstudagur og vinnuvikan hafi verið ógó erfið... samt erum við ekkert í neinum jólagjafastússi - það er samt einhvernveginn þannig að þrátt fyrir að hafa ekki þurft að versla fjörtíu gjafir þá er mar samt á síðasta sjéns með allt og allt einhvernveginn eftir... en það er kannski bara þreytan og þráin eftir sólarglætu að tala :/

Heimagerðu jólakortin mín tókust með afbrigðum vel - nema hvað ég skrifaði óvart á þau með ósýnilegum penna :/ grænn penni sem sést ekki í dagsljósi - heldur bara við kertaljós... má redda sér með því að fullyrða að stemmarinn eigi að vera kósý þegar þau eru lesin - en Íslandspóstur er örugglega ekkert hrifinn af þessu svo ég skrifaði ofan í umslögin aftur. Skrifaði svo bara með venjulegum penna á restina - svo ef einhver sem les þetta fær autt kort er betra að bera það upp að ljósi áður en því er fleygt :)

Fórum til Mæðrastyrksnefnar í gær og gáfum einstæðri móður hellings pjéning til að greiða fyrir góðum jólum - tilfinningin var góð :)

Annars ætla ég að fara að sofa núna - erfiður dagur í vinnuni á morgun - allir verkamennirnir mínir þurfa að fá innpakkaðann pakka frá fyrirtækinu og ég er víst sérfræðingurinn í því :)

Drepist ekki úr stressi - ég skal sjá um það :/

Comments: Skrifa ummæli