Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


miðvikudagur, nóvember 15

Úfff...vott a deij... 

Móðir vor lenti í bænum í morgun - en sökum veðurs ákvað hún að fljúga bara ... sem betur fer... það fer ekkert hver sem er að því að keyra til Reykjavíkur í fjörtíumetrumásek ... einhentur! Kerla er að skella sér í allskonar ,,uppfærslur" en það er bara þannig að þegar mar er orðinn eldri borgari þá fer mar ekkert til læknis lengur - mar fer í uppfærslur (þ.e. tækin sem eru grædd í mann eru uppfærð og skipt um batterý ofl. t.a.m. heyrnartæki). Mamma skellti sér líka á nýjan bíl í dag og var ekkert smá gaman að keyra frá Toyota á spánnýjum bíl (keyrður 23 kílómetra)... þ.e.a.s. þegar við mamma náðum loksins að koma bílnum í fyrsta lagi í gang (kveiknar bara á honum þegar það er stigið á bremsuna) og koma honum í gír þótt sjálfskiptur sé. Tækniframfarinnar hafa greinilega verið það miklar síðustu ár að það er ekkert lengur talað um D fyrir Drive lengur. Þetta hét E á nýja bílnum - sennilega út af því að hann er svo sérlega ecconomiskur og alles. Hvað um það... ég náði líka að gera soldið í dag sem ég hefði aldrei trúað. Það var námskeið í vinnuni eftir vinnuna í dag þar sem var verið að kenna okkur framsögn, á leiðinni upp í vinnu (orðin allt of sein á þetta blessaða námskeið) þá gef ég rækilega í (á nýja bílnum, mar þarf ekkert að tilkeyra neitt lengur n.b.) og huxa memmér... ,,já, ef löggan fer eitthvað að fetta fingur út í hraðaksturinn get ég loksins gert eins og Edda Björgvins í áramótaskaupinu'84 ... ,,hvað meinar þú, þetta er flunkunýr bíll (bíb bíb)!" og látið eins og ég sé full. Hvað um það... nema hvað ég æði inn í funarherbergi og tek eftir því að engin önnur en.... en.... Edda Björgvins er að stýra námskeiðinu. Og ekki nóg með það leidýs end djentlemen... mar átti að standa upp og segja einhverja skemmtilega sögu. Auðvitað sagði ég þeim frá því þegar við mamma sátum fastar á planinu og endaði á því að segja þeim frá þessari hugrenningu minni með áramótaskaupið'84 og lék Eddu fyrir Eddu sjálfa... aldrei hefði ég getað trúað að ég ætti eftir að gera það :þ

Hér er svo mynd af honum Sigurði hjá Toyota en hann er þarna að afhenda mömmu lykilinn að nýja flotta bílnum hennar með enn flottara einkanúmeri... verð eiginlega að ganga smá í gelgjuna í kvöld og segja við mömmu; ,,mamma, má ég fá bílinn þinn lánaðann? Ætla bara út í sjoppu... lofa":þ


Comments:
Jahérna, en skemmtilegt, ótrúlega sneddí að geta svo sagt þessa sögu :-) Skilaðu innilegum hamingjuóskum með nýja bílinn til Nóu.
 
Skrifa ummæli