Dagar #4 & #5
komu og fóru og líkurnar á að ég fremji eitthvað ógurlegt af mér fara snarminnkandi með hverjum deginum :) Bjó til nýtt myndaalbúm sem er frá því núna í des og má skoða það
hérna...
Annars gáfum við vetrinum löngutöng áðan og grilluðum geggjaðan h-degismat - það þarf ekkert að vera sól og tuttugustiga hiti til að brúka grillið.. híhíhí :>

Gaman að því að handboltinn er að fara að byrja - nú fer mar að hafa afsökun til að fá sér einn öllara og öskra af öllum lífs og sárarkröftum :) ...tók smá forskot á sæluna áðan - mínus öllarinn og öskrin, svo eftir var bara leikurinn og þessi klassíski slæmi hálftími hjá liðinu :/ Rétt mörðum fram jafntefli gegn dönum - en við vorum alveg mörgum mörgum mörkum yfir eiginlega allan leikinn... úfff... alveg klassíkst og mar má ekki gleyma sér í væntingunum :/