Grrrr... poottþétt versti dagur ársins!
Andskotans, djöfull eru orð sem mér eru hugleikin í dag enda er þessi dagur í dag, akkúrat þessi, ömurlegasti dagurinn í öllum heiminum, samkvæmt einhverjum feitum og andfúlum kalli út í hinum ljóta stóra heimi. Við eigum örugglega eftir að drulla á okkur upp á bak á móti helvítis frakkakúkunum ... og til að klikka út á einhverju verulega leiðinlegu og ótrúlegum frekjuhætti þá er vísun á lista yfir birgja sem hafa hækkað vörur sínar frá áramótum og ástæður hækkunarinnar - undarlegt að þetta er um það bil sama prósenta og blessuð fitubolluríkisstjórnin okkar ætlar að lækka um núna í mars... sem er n.b. korter í kostningar eins og einhver orðaði og benti á... ef þið viljið þá getið þið sneytt fram hjá vörum þessara græðgja (ekki birgja) og lagt réttindamálum almúgans lið... :/
Listinn er semsé
hér og er tekin af
þessari þörfu síðu :)