Dagur #6 ... eða er það 6&7?
ohhh... who cares? Enn á lífi og allir í kringum mig líka - þótt Alli hafi farið á heilsugæslustöðina í dag og látið líma aftur opið gat á hökunni á sér - kom hvergi þar nærri en ég var stödd í jarðaför og hef margt vitnið þar um.
Við Bylgja vinkona, ásamt Fríðu systur og fleiri Grundfirðingum, vinum og fjölskyldu fylgdum félaga okkar síðasta spölinn í dag - falleg athöfn sem tók mun meira á en ég hafði rennt í grun. Minnir mann bara enn og aftur á þá staðreynd að maður veit aldrei sína ævina.
Ég ætla að njóta þess að vera í faðmi strákanna minna í kvöld, strákanna sem ég elska svo ógó migó :-)
Vonandi eruð þið líka á góðum stað, elskurnar :>