Elsku Kolli minn...
lést í gærkvöldi hjá okkur mömmu á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði hér á Höfn. Hann fékk kvalarlausan dauðdaga og þessi upplifum mun lifa með mér og hefur mótað mig mikið, þetta er innilegasta og fallegasta stund sem ég hef nokkurntímann upplifað á ævinni og ég er svo hamingjusöm yfir því hve friðsælt andlit hans var... þetta var eins og hann hefði viljað hafa það, engar kvalir... bara fallegt ...
Mamma stendur af sjálfsöfðu fyrir sínu, eins og henni er einni lagið en við erum á fullu við að undirbúa kistulagningu, minningarathöfn, líkflutning, jarðaför og fleira. Það er margt sem þarf að huga að þegar síðustu hnútarnir eru bundnir, en ég má ekki einblína of á þá sem eru farnir, með því að gleyma þeim sem eftir lifa, svo ég er að fara í bæinn á morgun að faðma Alla minn. Hann hefur verið mikill klettur í mínu lífi á meðan á þessu hefur staðið, huggað grenjandi mömmu sína um helgina en núna þyrmir þetta yfir hann og þarf hann á móður sinni að halda. Hugur minn er samt sem áður hjá móður minni, sem sýnir enn og aftur að hún er ekki gerð úr gleri... hún er gull :-)
Við förum aftur austur til að vera við kistulagningu og minningarathöfn en jarðsett verður í Reykjavík eftir helgi. Kem ekki til með að blogga neitt fyrr en eftir það, en allir þeir sem vilja minnast yndislegs fósturföðurs míns er bent á að styrkja Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga á Íslandi
Svona upplifum fær mig næstum til að trúa á æðri máttarvöld, en fyrst og fremst trúi ég á góðan mann, sem reyndist föðurlausri stúlku afskaplega góður fósturfaðir :-)
Hvíl í friði, elsku Kolli minn... ég elska þig