Kjötbollur á miðvikudögum...
Lífið er að færast í vinn vanagang hér á heimilinu, eða svona eins og hægt er... Einsi er að æfa með Hugleik verk sem heitir Epli og ekrur og leikur hann þar mann sem er alltaf að kyssa kerlu sína... en hún ber hann víst jafnharðann til baka svo ég er sátt ;-)
Hitti Helga út í búð áðan en þeim fæddust tvíburar í gær en hún Áslaug er svo mikil hetja og þetta gekk svo ótrúlega vel... en hann sagði mér að þetta hefði tekið sjötíumínútur... takkfyrirtakk... fæ vonandi myndir til að henda hér inn seinna túnæt eða á morgun... á meðan ætla ég að gleðja ykkur með ,,barninu" mínu sem er ekkert barn lengur... þemað þennan Öskurdag var hippi... sætur, ekki satt? Það liggur Trassalykt í loftinu ennþá heima eftir að Alli setti upp þessa hárkollu... hahaha...

Annars er lítið að frétta... og bílív mí - engar fréttir eru góðar fréttir... það tekur á að styðja vin sinn og ef ég kynni að biðja væri ég á bæn n ú n a ...