Sússýsússý....
... alltaf þegar maður lætur of langan tíma líða á milli blogga kemur maður sér ekki af stað og allar fréttir eru orðnar gamlar fréttir...
Við Heiða og Einsi höfum verið óvenju menningarleg undanfarið en við skelltum okkur í Hafnarhúsið að sjá
Gilles Bensimon að skoða myndir hans af nokkrum fegurstu fljóðum heims, það var gaman. Svo var frumsýning á
Bingó á laugardaginn, það var líka gaman þótt væntingarnar hjá mér hafi greinilega verið nokkuð gíraðar upp og útkoman ekki alveg eins og ég átti von á. Prýðisgóð sýning samt sem áður og frábær leikur hjá þeim. Á mánudaginn fórum við Heiða í enn einn menningarleiðangurinn og sáum
EXAMINASJÓN hjá Stúdentaleikhúsinu og er ekki hægt að segja annað en það sé þess virði að hvíla rassinn á óþægilegum bekknum í þann einn og hálfan tíma sem maður veltist um af hlátri og upplifir sig vel með því verki. Frábært verk og ættu allir Hugleikarar sem eiga boð á sýninguna ekki láta hana fram hjá sér fara... ánægjulegt að vera komin með svona listaþíngý í bakgarðinum hjá sér :-)
Annars kom mamma til Reykjavíkur í gær og ætlar að vera hjá okkur í m a r g a daga, við erum að fara í brúðkaup í kvöld og svo er náttlega ferming þann 29.
Er ekkert byrjuð að undirbúa eitt né neitt fyrir þessa blessuðu fermingu - utan þess að hafa prufukeyrt Kaniltertu um helgina til að fá samþykki vina fyrir góðmennsku hennar :-) Er að halda 200 manna árshátíð um helgina sem tekur mun meiri tíma og orku frá mér en nokkruntímann kaffiboð með vinum og ættingjum...
Svo frýs saman í nótt svo sumarið verður vonandi gott... Takk fyrir veturinn í vetur, lesturinn og allt það - megið þið eiga ánægjulegt sumar... hvenær sem það kemur og hvar sem þið eruð :-)