Og kraftaverkið varð í dag...
II.jpg)
Við fjölskyldan fórum til Þorlákshafnar í dag til að hitta Andreu systur en við höfðum ekki hist í yfir 10 ár... ómægod. Við vorum ansi nánar þegar strákarnir okkar voru "litlir" en svo týndust við í dagsins önn og einhvernvegin þegar grunntengingin er ekki sterk þá varð aldrei neitt úr neinum hittingi. Eins og margir af mínum vinum vita þá á ég systkyn hist og her og margir vita ekki einu sinni hvað ég á mikið af þeim... en þessi systir mín er sko komin til að vera og vil ég ekki sleppa af henni hendinni... enda öðlingur mikill og stórt hjarta hjá henni sem ég fæ að skríða í... :-)
Svo er bara að hlakka til sumarsins (hvenær sem það nú kemur, veðurfarslega séð) og plana skemmtilega hluti með henni og krökkunum :-)
Vonandi hafa allir haft það gott um helgina og vinnuvikan verði frábær hjá öllum :-)