Nýr hamingjustuðull settur!
Ég hélt alltaf að ég væri ekki svona kerling sem færi að grenja við minnsta tilefni, en neineineinei... ég er svo sannarlega búin að afsanna þá kenningu mína á þessari meðgöngu. Í gær fórum við í sónar og sáum litla dásamlega barnið okkar og þá runnu tárin svo strítt að Landsvirkjun hafði samband við mig og vildi fá að virkja mig... Barnið er dásamlega fallegt, fullkomið og ætlar að koma á afmælisdag Gunna heitins, bróður mömmu, daginn fyrir afmælisdaginn minn og margra annara sem ég þekki. Hvort sú tímasetning stenst verður bara að koma í ljós.
Hér náðist ein assgoti góð mynd af Mómó (vil ekki kalla það Maó Stalín ens og pabbinn vill):

Að vera eða vera ekki... það er spurningin...