Úfff...
Ég sem ætlaði að ná til að gera svooo mikið á meðan Einsi er í útlöndum, eins og t.d. að selja eitt stk. bíl og þrífa hann að utan sem innan... en ég næ ekki einu sinni að þrífa sjálfa mig! Sæborg hangir á túttunum mínum allan daginn, milli þess sem ég skipti á henni og mér... ef ég loka augunum þá sé ég fyrir mér eintómar kúkableyjur og Pampers vörumerkið... :-/
Ojæja, þarna datt daman í draumalandið, ætla að nota tækifærið og bregða mér í sturtu en við ætlum svo að fara að hitta Röggu Har með Sifjulínunni minni... uppfæri svo myndaalbúmið í kvöld með ferskum myndum ;-)