Aðeins...
... tveir dagar í að minn ástkæri og langþráði komi frá hinni stóru Amríku og vona ég að hann c ekki orðinn kvjér eftir að hafa dvalið í SanFrandiskó í nokkra daga :-) Alli fór til pabba síns áðan og erum við Sæborg því tvær einar í kotinu - að frátalinni Gullu hinni fjórfættu... svo það er mikið kvennaveldi í gangi núna. Ljósan kom í morgun og hefur Sæborg þyngst um 110 grömm síðan á þriðjudaginn og það þrátt fyrir að pissa vel á allt og alla áður en hún var vegin og metin - get mas farið með hana í stuttar ökuferðir/heimsóknir ef vill þar sem hún er orðin yfir 4 kg. Hún er meira að segja orðin svoo stór að hún fór í buxur í fyrsta sinn í dag... og af sjálfsögðu voru þær bleikar :-)
zzz... buxur eða ekki... maður þarf nú að lúlla sér í hausinn á sér :-)