Hóm alón :-(
Heimilisfaðirinn þurfti að fara í vinnuferð alla leið til San Fransisko í gær og var ekki kominn á áfanagastað fyrr en hálfátta í morgun. Verður hann fjarverandi þar til á sunnudagsmorgun og er okkur Sæborgu strax farið að hlakka ógurlega til að hann komi heim, því hann hefur svo gott lag á að ná lofti úr litlum kroppi með allskonar mauki og þolinmæði. Einkadóttirin fann greinilega á sér að það var eitthvað öðruvísi í nótt en venjulega og tók upp á því að vaka frá 4-6 í morgun, móðurinni til mikilla vandræða og þreytu... en ljósan okkar segir að það sé það sem flest börn geri svona lítil, þ.e. að taka smá vökur á næturnar svo við höfum bara verið heppin hingað til, en Sæborg hefur venjulega vaknað í svona hálftíma - þrjúkoter - bara rétt til að drekka og láta skipta á sér.
Annars viktaði ljósan hana í dag og er hún orðin 4100 grömm - ennþá léttari en bróðir hennar var þegar hann fæddist, en mun þyngri en hún var þegar hún fæddist :-) Svo það er allt að gerast... vonandi líður tíminn bara hratt fram að sunnudegi :-)