Flandr....

Við smáfjölskyldan fórum í smá Ródtripp í dag og ferðuðumst aðeins um suðurlandið - ætluðum í hellaskoðunarferð en það var búið að loka hellinum - væntanlega vegna jarðskjálfta. Svo við tókum bara upp Vegahandbókina og mikið agalega sé ég eftir þeirri fjárfestingu! Ég vissi sjaldan hvar við vorum stödd í bókinni - hvaða kort átti við né í hvaða átt við vorum að stefna... eins gott að maður hafði sólina til að miða við og vitneskjuna um að beygja til hægri við Grindavík - annars værum við örugglega ennþá á leiðinni... eitthvert :-)
Annars er lítið að frétta - fiskur í matinn, daman dafnar eins og rós í beði, húsfreyjan búin að taka smá lit í sólinni og karlinn brann í Bláa Lóninu um helgina... og já... hann varð 35 ára á laugardaginn :-)
Við ætlum að halda upp á sameiginlegt 70 ára afmælið okkar bara í haust þegar daman er alveg hætt á brjósti og farin að sofa heila nótt - þá ætla ég sko að dett'íða!