Daman hefur reyndar gert þetta áður, en ekki í laaangan tíma og að auki náðist það á filmu í þetta sinn - hún fór að vísu frá baki og yfir á maga tvisvar um helgina, en þetta á víst að gerast fyrst :-)
Hún er líka farin að færa hluti á milli handa og notar þumalputta og vísifingur óspart við að halda utan um hluti, tekur þannig utan um snuðið sitt - stingur því upp í munn - tekur út aftur - snýr við - sýgur smá plasthlutann af snuðinu og snýr svo réttu upp í sig - alger snilli!