Orðin Stór!
Helgin var alveg ótrúlega skemmtileg - eins og þær flestar og nú fer að líða að því að Einsi fari í fæðingarorlof og þá leggjum við land undir fót - bara þegar við nennum...
Annars ber þetta hæst í fréttum:

Karítas kom í heimsókn fyrir helgi

Við fórum í heimsókn til Heiðu

Kíktum í menningarferð niður á Höfn á Hátíð Hafsins

og þetta var EKKI í matinn...!

Báðir stóru bræðurnir voru hjá okkur um helgina, þótt þeir hafi verið agalega uppteknir af því að vinna, greyjin....

GullaNóa æfði sig sem endranær í að vera stór...

Og þar sem þessi lyf eru ekki að gera rassgat fékk daman að borða í fyrsta sinn!

Settum blóm á Minningaröldurnar, en pabbi og Bragi (sem fórst með honum) eru nýkomnir á steininn

Og GullaNóa æfir sig að borða og borða... Pjakk! Hvað er hún að borða í þetta sinn?

Eitthvað ÓGEÐ! (Rísgrautur með smá sveskjumauki)
Mamma kemur svo heim á morgun, rétt um það leyti sem við verðum í fyrsta tímanum okkar í ungbarnasundi! Jeminn hvað ég hlakka til... Karítas (hennar Ástu og Kjartans) verður líka í sama tíma og við... ógó spennó!