Krúttamús í nýja stólnum sínum

Við fengum þennan ógurlega flotta og fína stól að gjöf frá fyrrum samstarfsfólkinu mínu hjá JB Byggingafélagi - af sjálfsögðu var eintakið sem við fengum gallað og var ég búin að vera í heilan dag og rétt að verða gráhærð af því að púsla honum saman... en fengum svo nýtt eintak og féll hann saman eins og flís við rass ... daman ógurlega sátt í stólnum og getur alveg setið ein og sér í smá stund í honum. Flotta peysan sem hún er í er prjónuð af Gullu ömmu - glæsileg peysa í glæsilegum stól með enn glæsilegri dömu :-)