Hækkanir oll óver!
Ég fór í Krónuna í gær, sem er reyndar ekki í frásögu færandi en ég tók eftir því að allar vörur hafa hækkað til mikilla muna... vitist engu skipta hvort varan er erlend eða innlend :-( Dæmi um það er ÆðiTvenna, Hraunbitar og æðibitar tveir kassar límdir saman, kostuðu í síðustu viku í kringum fjögurhundruðkallinn - núna tæplega sexhundruð! Bleyjur sem ég keypti í síðustu viku kostuðu þá sexhundruð og eitthvað... núna
sérstakt tilboð 790 kr.! Klósettpappír, innlendur sem erlendur hækkaði um nokkur hundruð krónur og er auglýstur á sérstöku tilboðsverði :-/
Svo var tannlæknatími hjá Alla í morgun en hann fer í tannréttingar annan hvern mánuð og blæðir alltaf undan þegar ég fæ reikninginn. Við fáum að vísu eitthvað endurgreitt en maður þarf að leggja út fyrir þessu og þegar korter í stólnum kostar tuttuguþúsund þá er manni bara ekki stætt á öðru en að grípa til vaselínsins... ánægjulegt að í morgun þá var Alli helmingi lengur og var mikið spjallað ... og reikningurinn helmingi lægri en vanalega!
Vissi ekki að sá tími kæmi að mér blæddi fyrir að fara í Krónuna en hlakkaði til að fara til tannsa... :-/