Sjúk stelpa...

Svo bregðast krosstré sem önnur tré og daman er búin að taka sína fyrstu pest - hún er búin að vera með hita og almennan slappleika síðan á fimmtudag og hélt ég bara að barnið væri að kveðja þennan heim í nótt - hitinn rauk upp úr öllu valdi og hún stundi og leið greinilega mjög mjög illa... en þar sem hún er hörkutól og ég vildi ekki vera móðursjúk þá fór hún að braggast eftir að hafa fengið stíl og svaf loks. Núna er hún búin að vera vakandi síðan klukkan hálf niu í morgun og sýnir lítil merki þess að langa til að sofna - hún er ekkert mikið fyrir svoleiðis tímaeyðslu, þessi elska...
Svo við förum ekki í sund í dag en á morgun ætlum við að blása til mannfagnaðar og bjóða systrum tengdó til lunchar ásamt börnum og viðhöldum og ætla ég að elda blómkálssúpu A La Mamma og baka brauð og eitthvað... strákarnir eru báðir hjá okkur og Alex mas nýbúinn að eiga afmæli, ásamt Óla hennar Ottu svo það er margföld ástæða til fagnaðar - eins gott að daman verði orðin frísk :-)
Góða helgi, elskurnar :-)