Að standa sig ILLA í viðtölum...
Nú er svo komið að ég er aðeins farin að huxa mér til hreyfings atvinnulega séð og hef verið að fara í einhver viðtöl, bæði í fyrirtæki sem og á ráðningarskrifstofur. Núna er ég samt ekki alveg til í að fara að vinna strax frá lilluni, svo ég hef bara verið að þreyfa fyrir mér, sjá hvaða launakröfur er hægt að setja fram og bara sýna mig og sjá aðra. Af sjálfsögðu dríf ég mig af stað ef rétta boðið býst en málið er bara að ég hef aldrei farið í atvinnuviðtal án þess að landa vinnuni, svo ég hef sett fram gífurlega háar kröfur launalega séð, enda er tíminn með Gullu Nóu í mínum huga afar dýrmætur :-) Núna fram á að þær verði kannski samþykktar af fyrirtæki sem er með soldið spennó starf handa mér... sé til hvort það komi ekki eitthvað í ljós í vikunni... spennó :-)
Annars er enn ein helgin að skella á og ætlar mamma að koma til okkar og vera í nokkra daga - ég er svona að gæla við þá hugmynd að daman verði farin að skríða þegar hún kemur, en samt vona ég eiginlega ekki - því þá þarf mar að byrja alla daga á að moppa alla íbúðina og það er hlutur sem mér finnst óumræðanlega leiðinlegur... :-/
Birgitta Haukdal með vinkonu sinni, Karítas Bláey :-)