Jahérnahér...
Komst að því í gær að yngsta öryggisútgáfan af mér er hið fullkomnasta barn - sem ég reyndar vissi vel - með einni undantekningu þó. Svefnstöðin hjá henni er í messi... og til að laga það lét læknirinn okkur fá Phenergan - sem er vægt ofnæmislyf og verkar sem svefnlyf á svona lítil kríli. Þetta eigum við að nota þangað til hún er komin með eðlilegan svefnrhytma ... sem verður vonandi sem fyrst. Læknirinn sagði mér reyndar að hann hefði dælt þessu í börnin sín og að þetta væri fullkomlega öruggt og á engan hátt ávanabindandi né hefði skaðleg áhrif á hana á neinn hátt. Svo við gáfum henni fyrsta skammtinn í gær ... og hún vaknaði bara um þrisvar fyrir miðnætti :-) Við þurfum bara að gefa þessu tíma og auka svo á skammtinn ef þetta dugar ekki - er samt hálfóróleg vegna þess að það stendur á leiðbeiningunum að það meigi alls alls ekki gefa börnum yngri en 2ja ára þetta lyf vegna hættu á öndunarstöðvun... svo maður er svolítið uggandi, enda stökk ég 15 sinnum upp í gær til að athuga hvort hún andaði ekki ennþá og væri nokkuð orðin köld... veit ekki hvort sé betra að maður geri... hlaupi upp því hún er vöknuð og þarf knús til að sofna aftur eða maður hlaupi upp til að athuga hvort barnið c ennþá á lífi...?