Úpps... orðin stór stelpa bara?
Dóttirin er heldur betur að taka út allaskonar sneddý stöff núna. Eins og með mörg önnur börn, flest öll amk, þá kemur þroskinn í stökkum og allt í einu er vitlaust að gera við að skrá niður, taka myndir og myndskeið af því nýjasta! Í mörgun fann pabbsinn semsé tönn #2 og í gærkvöldi þegar hún átti að vera sofandi þá vaknaði daman og stóð á öskrunum þangað til foreldrarnir komu inn til hennar... þá kom í ljós að hún stóð ekki bara á öskrunum - heldur líka í rúminu sínu :-)

Daman í fyrsta sinn á snjóþotu í gær- henni fannst snjórinn æðislegur! (enda borðaði mamman yfir sig af honum meðan á meðgöngu stóð, var eitt af "æðunum" mínum :-/ )