Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


þriðjudagur, október 14

Ég sendi eftirfarandi bréf via Emil í dag: 

Sæll herra Ólafur Ragnar.
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að styðja ætíð við bak okkar Íslendinga, þú ert forseti sem ert í góðum tengslum við þjóð þína, setur þig ekki á neinn stall yfir henni og fólk getur vel trúað og treyst því að þér er virkilega annt um velferð okkar og framtíð barna okkar. Nú eru erfiðir tímar framundan og hefur þú brugðist við með því að fara í vinnustaðaheimsóknir og get ég trúað að fólki finnist það afskaplega vel til fundið og gott að eiga forseta sem kíkir oft úr húsi sínu til að hitta fólkið sitt - ekki bara í blíðu heldur einnig í stríðu. Maðurinn minn varð þeirs heiðurs aðnjótandi að fá þig í vinnustaðaheimsókn í gær og veit ég að það gekk afskaplega vel. Ég styð heilshugar þetta framtak þitt en bið þig um að gleyma ekki einum hópi - það er hópurinn sem er nú þegar dottinn af vinnumarkaði - hópurinn sem hefur nú þegar fengið uppsagnarbréfið vegna samdráttar og er ekki í neinni vinnu. Ég hef ekki verið í vinnu síðan um áramót en þá hætti ég að vinna til að eignast barn og hef ekki komist á atvinnumarkaðinn aftur, en ég fékk mitt uppsagnarbréf í fæðingarorlofinu.

Því langar mig til að bjóða þér til mín í kaffisopa, enda er heimilið mitt minn vinnustaður ef svo má að oðri komast - ég tek þér fagnandi en get líka vel skilið ef það er mikið að gera, enda eru tímarnir þannig að þú þyrftir örugglega að ljósrita þig til að sinna öllu þínu eins vel og þú vildir :-)

Hvað um það, hér býðst þér kaffi á könnuni og spjall um efnahagsástandið - vildi bara að þú gleymdir ekki okkur sem erum þegar orðin atvinnulaus og höfum engan fastan vinnustað til að heimsækja :-)

Með mikilli vinsemd og enn meiri virðingu,
Sigríður Hafdís Benediktsdóttir
Álakvísl 104
110 Reykjavík

Comments: Skrifa ummæli