Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


mánudagur, desember 7

Ljót lygasaga af minningu lítillar stúlku 

Móðursystir mín er Fríða Magnúsdóttir sem hvílir í Hólavallagarði og lést þegar hún var 6 ára úr veikindum, botnlangabólgu réttara sagt. Fyritæki eitt hefur haft af því atvinnu að enda gönguferð við leiðið hennar og fara með svo ,,ógeðslega ljótar sögur að ég get varla sagt þær" (samkv., ,,leiðsögumanninum" sjálfum í Síðdegisútvarpinu)...

Hér eru nokkrir linkar á málið:

Síðdegisútvarpið
(hér fer Jónas á kostum í mótsögnum og setur að ég held heimsmet)

Vísir (skemmtilegt að lesa síðustu setninguna)

Pressan

Dabbinn

Fjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekkert um málið, það er bara of nákomið okkur til að við getum eitthvað verið að tala hlutlaust við þennan mann, eða það á við um mig amk... maðurinn ætti bara að halda sig erlendis, við spjörum okkur ágætlega án hans... lifandi sem látnir. Það er mín skoðun, Sigríðar Hafdísar Benediktsdóttur, dóttir mömmu minnar - stefndu mér ef þú vilt - ég skal bíða eftir þér í réttarsalnum ;)

(1) comments

mánudagur, nóvember 30

Halló Hafnarfjörður! 

Já, eins og systir kær benti réttilega á þá er nú aldeilis langt síðan mar átti smá stund á þessu bloggi og týmdi orðum á intertúbunni - kenni Fésbókinni að hluta til um ástandið ;)

Ég er komin með vinnu - júhú! Fékk 70% starf hjá fyrirtæki sem heitir Forever Living og selur Aloe Vera safann sem margur er að taka sér til heilsubótar... fer örugglega að bögga ykkur með staðreyndum um heilsugeirann og lofsama þessar vörur eins og engin sé morgundagurinn. Við erum svo heppin að ég þurfti ekkert að skola til vistunartímanum hjá Gullu Nóu svo hún heldur bara áfram að skemmta sér með vinum sínum á leikskólanum frá 9-16 og skemmtir sér heldur betur vel! Það er aldrei neitt mál að fara með hana en hún er samt ósköp glöð þegar sú gamla kemur að ná í hana :)

Við erum búin að baka eina sort og svo var laufabrauðið steikt um síðustu helgi í faðmi stórfjölskyldunnar minnar - rosalega gaman að hitta allt fólkið okkar, það eru svo mörg börn og svo skemmtimtilegt fólk í mínu liði ;)

Annars er lítið að frétta, þannig séð - eitt dram að rata í blöðin bráðlega og kem ég til með að skrifa dálítið um það... en ekki fyrr en sá tími kemur eins og ein ljóshærð sagði hérna í denn ;-/

Gulla Nóa er þvílíkt að digga þessi jól og jólasveinana og hrífur okkur með í spenningnum - ég get ekki beðið eftir því að hún fari með skóinn sinn út í glugga, ég fer pottþétt núna með hana að sjá þessa blessuðu jólalest skrölta niður Laugaveginn og bara allskonar skemmtilegt framundan. Sú gamla (mamma) verður hjá okkur um jólin og erum við að spá í hvort mar eigi að fá sér lifandi tré eða splæsa í eitt óekta... hver er reynsla ykkar?

Já, daman er einnig að fá 2ja ára jaxlana sína - farin að tala og syngja heilmikið... ef hún er að dunda sér eitthvað og leika þá syngur hún viðstöðulaust - gaman að því ;)

Þangað til næst! (sem verður vonandi á þessu ári)

(2) comments

föstudagur, september 18

Vá - frábært! 

Uppáhaldslagið mitt um þessar mundir er lagið Beds are burning með Midnight Oil - áströlsk hljómsveit sem stendur með innfæddum Down under. Textinn fjallar um tilhneygingu okkar hvítu mannana að troða á öllu því sem við getum troðið, mergsjúa það sem okkur sýnist og sýna engum öðrum en okkur enga mannlega virðingu. Þetta hápólítíska lag varð til þegar áströlsk yfirvöld voru með neyðarflutninga á innfæddum þjóðflokki sem heitir Pintupi og voru á meðal þeirra síðustu sem ,,komu frá eyðimörkinni" - þeir voru semsé fluttir nauðugir og búa núna í einhverskonar landnemabyggð sem telur alveg 400 manns. The Oils eins og þeir eru kallaðir á meðal harðra aðdáenda, vöktu mikla athygli þegar þeir fluttu lagið á lokahátíð ´Olympíuleikana í Sidney árið 2000, á meðal áhorfenda var John Howard, forsætisráðherra en ríkistjórn hans þverneitaði að biðjast afsökunar á þessum aðgerðum sínum. Til að mótmæla því þá flutti The Oils lagið í bolum sem á stóð ,,Sorry" og varð ennþá frægari fyrir. Ég set hér myndskeið af þessum flutningi hér og vonast til að einhverjir getað dillað sér og glaðst yfir góðu lagi með góðum texta:


Í dag má vel útfæra textann á nýðingsháttum Dana á Grænlendingum, því maður veit ekki helminginn af því sem þeir hafa gert af sér þar - einnig meiga Icesave liðar taka þetta lag til sín, því við skuldum jú einhvern pening... ef einhver finnur veski á götunni má vel raula þetta lag - þetta er bara æðislegt lag og ég vildi að ég gæti látið spila það í jarðaförinni minni! ... það ætti já, kannski vel við? híhíhíhíhíhíhíhíh...

Hvað um það - núna í morgun bárust mér þær fréttir að Kófí Annar væri búinn að semja við The Oils og fá að brúka lagið, dúkka dulítið upp á textann, breyta smá og ætli að gefa út með fullt af frægu fólki og að þessu sinni er lagið tileinkað hnattrænni hlýnun jarðar - meðal þeirra sem ætla að koma að laginu er Bob Geldof, The Scorpions og.... DURAN DURAN!

Hlakka ekkert smá til að heyra - njótið helgarinnar, elskið hvert annað og knús á ykkur öll ;)

(3) comments

fimmtudagur, september 10

Talfan mín frosnaði og get ekki sprungt... 


Í tilefni af því að ég er komin með splúnku nýja fartölvu þá ákvað kjérlan að blogga smá ;) ...Aðeins að prufa nýja lyklaborðið og sjá hvernig vélin höndlar minniskubbinn úr myndavélinni ;) á þessari mynd má sjá (eins og glöggir lesendur hafa gert sér grein fyrir) mig, Gullu Nóu og tengdamömmu - en þarna erum við að skoða Tröllabörn, hraundyngju sem er rétt hjá Sandskeiðinu og þar.

Annars er lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang og allt að komast í fastar skorður - nema ég ;( Enga vinnu ennþá að fá og ég að verða búin að skrapa málninguna af veggjunum hjá mér sökum ofþrifnaðar... en koma tímar - koma ráð-ningar og ég skal fá vinnu í þessum mánuði! Ef enga vinnu verður að fá... þá bara baka ég eitthvað gúmmelaði og fer að selja í Kolaportinu ... hendi í Hummus og sel með niðurskornu grænmeti eða eitthvað... Allar ábendingar eru vel þvegnar, straujaðar og settar á bak við eyrað ;)

Bendi þeim fjölmörgu lesendum sem fylgjast með blogginu hennar Gullu Nóu á að það eru æsispennandi hlutir að gerast þar inni!

Jæja, best að ná í dömuna á leikskólann og fara heim að leika, lita og lommast ;)

(2) comments

fimmtudagur, ágúst 27

You aint seen nothing yet... 


Já, mig langar til að vita hvað forseti vor er að gera þessa dagana - veit að hann er með hendina í fatla og allt það... en það hefur ógurlega lítið borið á honum og hans ,,spottum" undanfarið ár. Dorrit var að vísu að redda frægri leikkonu til að talsetja einhverja íslenska mynd... en það reddar ekki málunum hér. Finnst að maðurinn eigi að skammast sín fyrir sinn þátt í útrásinni, biðjast formlega afsökunar, bretta upp á gipsið og gera eitthvað .... ekki bara fara í reiðtúra og ríða hverju sem er.

Þegar hann gefur út þá yfirlýsingu að 80% af hans rausnarlegu launum fara í Fjölskylduhjálp Íslands - þá fær hann rokkstig og virðingu mína . . . ekki fyrr

(3) comments

mánudagur, ágúst 24

Hummm... 


Ætti mar að fara að koma með færslu hér inni? Er búin að vera ferlega löt við uppfærslu á síðunum okkar allra og einmitt núna er svo mikið að gerast í lífi Gullu Nóu, Alla og Alex Skúla... einn kaffibolli í viðbót og þá kannski nenni ég að færslast - þangað til þarf ég að ryksuga, skúra og kaffióverdósa... ;)

(3) comments

laugardagur, júlí 18

700 Egs... 

Erum lent á Héraði og ilmurinn af grjónagraut svífur yfir vörnum hér í eldhúsinu hjá tengdó - það er svo sannarlega gott að komast í sumarfrí og njóta hvíldarinnar, þótt mar sé atvinnulaus! ...þeir nebblilega þurfa að fá frí líka, skiljiði...
Mæðgurnar á Mývatni - en þar var sko mý með stóru emmi!

(0) comments

laugardagur, júlí 11

Það er sko komið fullt af hári! 

Daman fór í bað áðan, sem er ekki í frásögur færandi - nema hvað mammsan ákvað að ýfa hárið almennilega svo hún gæti séð hvað það er orðið mikið... og það er bara orðið fullt mikið! Tveim sek. seinna var það fallið niður, enda svo fíngert... svo er það líka smá rautt ;)

(0) comments

miðvikudagur, júlí 8

Fyrsti túrinn búinn og nokkrir í augsýn... 

Ég fékk óvænta hringingu um daginn þegar við Alda vorum að mála herbergið hennar Gullu Nóu, en þá var það Þórhildur hjá Atlantik (en þau þjónusta skemmtiferðaskipin) sem bað mig um að taka fyrsta túrinn minn... daginn eftir! Ég náttlega gat ekki skorast undan því og fór með 48 Breta í skoðunarferð um Reykjavík og svo kíktum við í Bláa Lónið. Ferðin tók um fimm tíma og skemmtu allir sér konunglega - sérstaklega ég ;) Ég var heppin með samferðamenn, en þau hlógu að öllum bröndurum mínum og föttuðu ekki neitt að þetta var fyrsti túrinn minn. Ég komst að því að það skiptir mjög miklu máli að segja frá því sem ber fyrir sjónir í það og það skiptið og frekar segja bara Hafnarfjarðabrandara meðan ekið er um Hafnarfjörð heldur sögu Hafnarfjarðar og hvenær bærinn fékk kaupstaðaréttindi. Við Jónas bílstjóri fengum þjórfé og kjérlan (af sjálfsögðu) keypti sér bjór fyrir sinn hlut og slakaði vel á eftir ferðina með eldri borgurum frá Höfn, en þau voru á ferðalagi um suðurland og mamma bauð okkur í dinner með þeim. Ég er rosalega fegin því hvað þessi jómfrúarferð mín tókst vel og lagði svolítið mikla áheyrslu á að koma landinu vel frá mér - þ.e. ekkert vera að impra mikið á því neikvæða, frekar benda á það skemmtilega og skrýtna - og það er sko af nógu af taka í þeim efnum! Næsta skipulagða ferð er 28. þessa mánaðar og er ég strax farin að hlakka til að hafa áhrif á það hvernig fólk frá útlöndum huxar um okkur og okkar land ;)

Annars er Einsi minn að sigla í sumarfrí og við ætlum að fara í eitthvað road-tripp, mikið hlakka ég til að hverfa frá höfuðborginni og slaka á ... hef sjaldan haft jafm mikið að gera og í þessu blessaða atvinnuleysi mínu - hver dagur er fullskipaður af atburðum og gjörningum allsskonar.

Hér er svo daman í sparifötum, við héldum matarboð fyrir vinina í gær og hún smellti sér í kínadress og valdi svo sjálf skó í stíl! Smart, ekki satt?


(0) comments

þriðjudagur, maí 26

Djæses... 

Ætli mar sé alveg búin að gleyma því að blogga hér... mar er kannski orðin svona h-menntaður og merkilegur messig? Ónei, bara búin að vera að njóta lífsins og reyna að finna mér einhverja vinnu. Ef einhver vill ráða ferska og skemmtilega leiðsögukonu til að leiðsegja sér, er um að gera að hafa samband við mig - það er nefnilega fullt af stöffi þarna úti sem mar veit ekki um ;-) Vissuð þið t.d. að Lundinn er tryggur fugl, makar sig fyrir lífstíð en ef kjérla er sein á varpstaðinn og karlinn verður leiður á að bíða eftir henni... fær hann sér bara aðra (yngri?) kerlu :-/ Ef gamla kjérlan kemur síðan og seint - þá hættir hann bara með þessari nýju og heldur tryggð sinni við þá ,,gömlu" ... ógó sætt ;-)

(2) comments