Talfan mín frosnaði og get ekki sprungt...

Í tilefni af því að ég er komin með splúnku nýja fartölvu þá ákvað kjérlan að blogga smá ;) ...Aðeins að prufa nýja lyklaborðið og sjá hvernig vélin höndlar minniskubbinn úr myndavélinni ;) á þessari mynd má sjá (eins og glöggir lesendur hafa gert sér grein fyrir) mig, Gullu Nóu og tengdamömmu - en þarna erum við að skoða Tröllabörn, hraundyngju sem er rétt hjá Sandskeiðinu og þar.
Annars er lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang og allt að komast í fastar skorður - nema ég ;( Enga vinnu ennþá að fá og ég að verða búin að skrapa málninguna af veggjunum hjá mér sökum ofþrifnaðar... en koma tímar - koma ráð-ningar og ég skal fá vinnu í þessum mánuði! Ef enga vinnu verður að fá... þá bara baka ég eitthvað gúmmelaði og fer að selja í Kolaportinu ... hendi í Hummus og sel með niðurskornu grænmeti eða eitthvað... Allar ábendingar eru vel þvegnar, straujaðar og settar á bak við eyrað ;)
Bendi þeim fjölmörgu lesendum sem fylgjast með blogginu hennar Gullu Nóu á að það eru æsispennandi hlutir að gerast þar inni!
Jæja, best að ná í dömuna á leikskólann og fara heim að leika, lita og lommast ;)