Ég vil ekki rota andstæðinginn.
Ég vil koma á hann höggi, stíga eitt skref afturábak og sjá hvað hann finnur mikið til.
Það er hjartað í honum sem ég sækist eftir.
Jess!!!!! Búin að redda aðalmálinu... Inga og Eiður á
Hótel Framnesi (sem er frábært hótel í Grundarfirði, bæ þe veij og allir ættu að splæsa á sig ferð þangað... og ferðaklúbburinn er á leiðinni.. en það er allt annað partý og kemur í ljós síðar;-) ) redda mér með eitt aðalatriðið... eníveis... Málinu reddað og við D.J. Tommi gátum troðið enn einu verkefninu á Fríðu; mússíkkinni... hún þekkir nebblilega einn gæja sem er í tengslum við
Diskótekið Dollý!!!! Hvað þarf maður meira... Framsóknarhúsið í Mosó, bjór, 40 stórskemmtilega aðila og Diskótekið Dollý??? Ef einhver getur bent mér á eitthvað sem vantar þá eru þær ábendingar vel þegnar. Annars er ég komin með nóg af þessu helvítis afmæli og tek mér pásu frá þeim vettvangi í a.m.k. viku.
Nú eru allir að drulla á sig út af álverinu, Kárhnjúkum, Alcoa og ég veit ekki hvað og hvað... ef fólk sér ástæðu til að gleðjast úti á landi og skemmta sér dálítið.. hvað er að því? Þótt einhver auðn fari undir vatn? Þótt hreindýrin þurfi að finna sér annan stað? Þótt einhverjar gæsir/endur/lóur eða hvað sem er þurfi að finna sér annan samanstað? Það er bara of seint að hætta við, sorrý ;-( Heimsæktu
þessa síðu ef þú ert að fara að grenja ;-/ Nú er tími til að gleðjast í a.m.k. nokkur ár, heyrið það höfuðborgarbúar! Látið okkur svo í friði!