Ja hérna... það er bara að líða að því. Þetta er síðasta færslan mín sem
óstúdent:-/ Veit ekki hvort maður verði betri á eftir, eða verri... kemur í ljós. Það stefnir amk allt í að þetta verði hið sögulegasta, mamma mín að fríka út á límingunum, búin að panta einhverja ofurköku með mynd af mér frá bakaríinu á Höfn og þurfum við því að keyra með hana þaðan og á 700 Egilsstaði.. vona bara að það verði ekki sól á leiðinni, það er ekkert jafn leiðinlegt og að bjóða fólki upp á súra köku með gamalli mynd af sér í eftirrétt :-/
Við Einsi lenntum alveg óvart á góðgerðartónleikum í gærkvöldi, en þeir voru til styrktar ekkju einni sem býr í Mexíkó og missti manninn sinn... löng og sorgleg saga, en manni fannst maður verða örlítið betri manneskja við að henda einhverjum þúsundkalli í þetta góða málefni. Söfnunin gekk vel og fer einhver hluti af peningunum í menntasjóð fyrir litla barnið þeirra, sem er bara frábært. Þarna komu fram hinir ýmsustu performarar, flestir kenndu sig við músík af einhverju taki (með misgóðum árangri þó) en aðrir ljóð og branndara. Þarna voru að spila Tvö dónleg haust, sem merkilegt nokk eru að spila á útskirftarballinu á 700 Egilsstöðum um helgina og lofaði ég Einari Sævars að bögga þá virkilega mikið, ætla að vera fulla kerlingin sem útskrifast of seint og unglingarnir horfa á með hryllingi, er hún hristir allt á dansgólfinu... he he he. Þá kannski hugsa þau: ,,ég ætla EKKI að vera svona gömul þegar ég útskrifast og klára þetta bara af snöggvast"... þá er maður búinn að gera góðverk, amk af einhverju tagi:-) Einnig komu fram á þessum tónleikum nýjasta afkvæmið úr leiklistarheiminum, frá kerlingum sem hafa of mikinn frítíma... hinar hugljúfu dömur í Heimilstónum. Þær voru svona olræt, finnst samt eins og kvennakór hafi brotist inn í tónlistarskóla og farið að leika sér með hlæjóðfæri. Þær skiptast mikið á... ef þú trommar þetta lag get ég farið á bongó á eftir... osfr. Þetta var alveg ágætt, þannig. EFtir tónleikana kíktum við á Kaffi Rómans og þar voru Svanda, Sigga, Ásta og Skotta... það var gaman að sjá þær stöllur þótt að áfengismagnið sem þær höfðu innbyrgt sumar hverjar hafi verið talsvert meira en við hofðum innbyrgt... aldeilis ágætt.. gaman að þessu öllu saman:-)
Á deildarfundi í morgun kom Dröfn, yfirmaður, með allskonar gúmmelaði kökur, kæfur og dót. Ég hélt að það væri vegna þess að við erum búnar að hala inn fullt fullt af nýjum félögum í BAB-ið (Stóra bókaklúbbinn) en neinei... tilefnið var útskriftin mín...alger dúlla:-) Annars tókst mér í fyrsta sinn á þessum fimm árum sem ég hef verið í þessari vinnu að grenja smá í dag... bara smá. Mamma nefnilega hringdi og vildi eitthvað spjalla.. ég var eitthvað mikið bissý og hálfhvæsti á hana að ég hefði ekki tíma til að spjalla um helgina fyrr en eftir vinnu, en hún ullaði út úr sér í belg og biðu að hún hefði verið að spjalla við eina föðursystur mína og hún benti mömmu á að pabbi hefði orðið sextugur á laugardaginn ef hann væri enn á lífi <:-) Veit ekki hvaða betri gjöf ég hefði getað gefið honum.