Menntun er ekki undirbúningur undir lífið, hún er lífið sjálft
-John Dewey
Myndir eru komnar af helginni, veit að það er amk ein í Grundarfirði sem er alveg að gera í brækurnar :-) Er að hlaða þeim inn núna, gengur hægt en gengur þó. Þetta var semsé hin skemmtilegasta ferð, hitti fullt af skemmtilegu fólki og allt lék við okkur. Stelpurnar komu í mat á laugardagskvöldið og af sjálfsögðu, að góðum og gildum sið, var fárast yfir stigagjöfinni í Júróivisjón og mikið hneykslast. Hvað var þetta eiginlega með Tatú? Voru þær á einhverju eða eru þær svona gjörsamlega hæfileikalausar? Eníveis, mér fannst (sem og stelpunum) að Birgitta stæði sig með mikilli prýði og 8 alveg skilið að vinna, gerði þetta af miklu öryggi, látleysi og gleði... 8 skilið að vinna! Og hana nú... þessi vampýrudrusla sem vann gerði það ekki út af því að þetta var svo vel gert og lagið svo frábært... er handviss um að ef Birgitta hefði verið berfætt og klætt sig úr einhverju þá hefðum við tekið þetta. Vitum það bara næst :-) Ég held að meirihluti Íslendinga hafi farið á einhversskomar kenderý um helgina, Svandís meira að segja úti í Frakklandi... vona bara að allir hafi skemmt sér vel, við gerðum það amk og vil ég þakka þeim ástkæru vinkonum mínum sem glöddu mig með einum eða öðrum hætti þennan dag... þið eruð bestar! Fékk marga óvænta glaðninga sem ég gleymi ekki.. ó nei:-)