Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


föstudagur, júlí 18

Benidorm hvad! 

Já, það er fyndið að horfa á veðurfregnirnar og það er hlýrra hér en í Köben og á fleiri stöðum. Til hvers að kaupa sér sólarlandaferð í júlí þegar veður er líklegast til að vera bærilegt hér á skerinu? Ég var í Frakklandi á þessum tíma í fyrra og maður kveið því að fara inn í bíl og setja á sig beltið, það sem sumir hlutir geta hitnað... það er nú aldeilis. Held samt að ef það væri rok og rigning þá væri þessi orð ekki að finna hér... hemm...

Fór í erfiðustu fjallgöngu sem ég hef farið í í gærkvöldi, við nokkrir vinnufélagarnir klifum Háatind sem er viðloðandi Esjuna. Ég hélt í sakleysi mínu að við værum að fara akjúallý Esjuna, göngustígar, fólk og læti en það var öðru nær. Þetta var algerlega langt langt frá bílastæðinu og alls engir gönguslóðar, við óðum mýrar, sef, skriður og allan fjárann. Kristján Bjé hjá Forlaginu var okkar göngugrind, hann var að fara þetta í sjötta sinn og farinn að kunna aldeilis vel á Esjuna sína. Efst var þó hamrabelti mikið , sem leit ekkert frýnilega út og ég byrjaði að stirðna úr lofthræðslu... játaði mig sigraða fyrir þessu fagra fjalli, settist niður og áði í rólegheitum. Á meðan klifraði samstarfsfólkið upp og náði toppnum. Ég beið í töluverðan tíma eftir þeim og dólaði mér í rólegheitum niður það allra brattasta. Náttúran allt um kring og rollur í fjarska. Rosalega öfundaði ég þessar rollur, óskaði mér þess að vera ein þeirra, bara labba um aldeilis óhrædd í fjallshlíðum... arg. Hræðslan var slík að ég þurfti að setjast niður og halda mér ef ég leit upp fjallið... þetta er ekkert grín og fer ég ekki í neinar göngur í bráð. Enda með blöðrur á tám... en sólbrún og sælleg með að hafa komist þó einhverja 600 metra. Þögnin var svo djúp þarna uppfrá að maður verður hálf geðveikur eftir smá tíma. Þegar mig var farið að lengja eftir samstarfsfélögunum fór ég að heyra í álfum og taldi mig hafa farið í fjórðu víddina, göngufólkið löngu farið hjá og búin að bíða í mörg ár þarna uppi. Var hrifsuð inn í veruleikann þegar ég heyrði Partýbæ með Ham leikinn á símann minn, en þá var það mamma að fjá daglega skammtinn sinn. Féll aftur í dá og taldi fugl hafa ráðist á mig, drap kónuló í hægðum mínum (hehehehe-hljómar illa) og talaði við álfa og huldufólk. Hljómaði þá Partýbær aftur og þá var það Fríða syss... guði sé lof fyrir traust gsm-samband :-) Eftir það fór göngufólk að týnast í mínar grunnbúðir og eftir smá áð þá var haldið niður aftur. Ferðin tók 5 tíma og er ég algerlega lurkum lamin... harðsperrur eru nefnilega ekkert annað en rifnir vöðvar, n.b. Kristján Bjé var samt svo næs í dag að gefa mér bók... bókin heitir ,,Láttu ekki smámálin á ástinni ergja þig" . Ekki veit ég af hverju hann gaf mér þessa bók, hann þekkir hvorki mig né Einsa neitt. Glopraði ég einhverju út úr mér meðan ég skreið blá af mæði á eftir þeim fjallageitum? Veit ekki...

Á morgun er það Skaftafell, við Árni ætlum að heimsækja Ástu og gista eina nótt. Ég veit að það verður töluvert stuð, tek ferðagrillið mitt með svo við getum keyrt á rollu og etið við fagran gítarundirleik, sólsetur og náttúruna allt í kring. Veit samt að ég á ekki eftir að keyra yfir neina rollu, kannski fugl í mesta lagi en grillar maður Kríuna? Held ekki... Er strax komin með óskalista fyrir Ástu; fara i ríkið og kaupa bjór og síðast en ekki síst kaupa hárlit, Loreal no.3 . Grillum það ekki. Óseisei nei... nema... við getum náttúrulega litað rolluna með hárlitnum og etið svo?

Er að þvælast með Einsa á æfingar á æfingar þessa dagan, aðallega svo ég geti eitthvað séð framan í drenginn. Það eru stífar æfingar alla daga og fæ ég að sjá til þess að áhorfendurnir fari á rétta staði í L-iðaárdalnum á sýningum. Það er ágætt, þarf ekki að skuldbinda mig rassgat og mæti á æfingar þegar mér sýnist. Held að þetta verði stórfengleg sýning á Draumnum og ekki spillir umhverfið fyrir. Leikstjórinn er líka ekkert slor, veit greinilega hvað hann vill og hvernig á að ná því fram hjá leikurunum. Frumsýning næsta laugardag... nánari fréttir af framgangi þessum síðar.

Starfsmaður dagsins: Drengstaulinn sem vinnur við að þrífa óþverran af Laugaveginum. Hann var í fréttunum áðan og kvartaði sáran yfir sóðaskapnum sem aðdáendur Foo Fighters skildur eftir sig. Hann var sko algerlega búinn að fá sig fullsaddann (dró línu yfir hálsinn á mjög svo dramatískann hátt) og þetta var það versta sem hann hafði séð í allan þanni tíma sem hann hafði unnið við þetta, alveg alla tvo mánuðina. Bíddu eftir menningarnótt, góðurinn :-) Held að þú eigir þá eftir að hanga í snöru inni á baði, eða eitthvað þaðan af verra.

Heyrði í Svandísi áðan, það var gaman. Alltaf yljar manni um hjartarræturnar þegar fjarstaddur vinur gefur sér tíma til að spjalla smá... ég er nefnilega með hrykalega fordóma gagnvart msn og því tæknilega vangefin þegar kemur að svona góðum vinum erlendis. Get samt upplýst þá sem hafa ekki heyrt það að þau eru nei ekki búin að kaupa sér hús og sundlaugina er hægt að flytja á milli húsa, sem er mjög hentugt :-) Annars var gott í henni hljóð og gladdi það mig óskaplega *smússss* Nú er bara að vona að h-skólinn í Montpellier vilji ekki að hún taki prófin þar í ágúst heldur VERÐI að koma heim... hehehe.

Æji... nenni ekki meira.. stefni niðrí bæ að fá mér eins og einn öl í góða veðrinu.

Comments: Skrifa ummæli