Sækóbits vs. Landsbankinn
Var að lenda í smá deilu við Landsbankann, þeir ofrukkuðu nýju eigendurna að Mávahlíðinni og ég þurfti náttúrulega að endurgreiða þeim og krefja Landsbankann um þá upphæð til baka... flókið mál, langt og leiðinlegt og var ég búin að bretta upp ermar til að taka vel á í þessum slagsmálum. Þjónustufulltrúi þeirra hringir svo í mig áðan og segist ekki nenna að gera neitt mál út þessu og þetta sé mjög líklega rétt hjá mér svo þau ætla bara að leggja þetta inn á mig hið snarasta... Þetta kalla ég þjónsutu og góðan fulltrúa ... fleiri svona :-)
Svo er Progigy í kvöld... ætli maður verði elstur á svæðinu?