Ammæli á morgun...
Alli er að halda upp á ammælið sitt á morgun, kökur og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en drengurinn minn er orðinn 11 ára og bara tveir vetrar eftir þangað til hann fer í fermingarfræðslu... omg... er maður orðinn gamall... eða bara hann? Mamma og Kolli eru hér bæði hjá okkur og verða fram á miðvikudag, en daginn eftir ætlar Drottningin að skella sér í ojne-aðgerð og fá sér fullkomna sjón. Æ´l lív tán for ríkoverý, hlakka mikið til þess... algerlega búin að fá nóg af þessari blessuðu götu sem við búum í.. það eru svo hryllilega djúp hjólförin og hátt á milli að maður festir sig í hálkunni á jafnsléttu og getur ekki komist upp úr þeim. Hreinsaði bílinn minn að neðan þegar ég var á ferðinni, urlaðist og þar sem Gatnamálatjóri er ekki búinn að drullast til að hlýða mér og laga götuna þá reif ég upp símann meðan ég hjakkaðist í hjólförunum og valdi 112 ... ætlaði svo aldeilis að láta þessa löggudruslur hundskast hingað með skóflur, úr að ofan og berja klakann af götunni, þótt þeir þyrftu að naga hann í burtu! Sá sem betur fer að mér... mamma og Kolli sem voru farþegar í bílnum ríghéldu sér með skelfingarsvip meðan ég urlaðist, þau eru ekki vön því að sjá drottninguna hamflettast svona fyrir augun á sér...
P.s. Einsi er kominn með 100% sjón á því auga sem aðgerðin var gerð á! Jibbí!