Já og áramótin næst...
... þá er það næsta lota, áramótin. Ekki nóg með að þau séu nægilega stór í eðli sínu heldur tók ég upp á því fyrir nokkrum árum að ala son... sem gefur þessum degi svolítið undarlegan keim. Ekki nóg með að hann eigi ammæli og allt það... heldur er bróðir minn að koma frá USA í fyrramálið, með sína fyrrverandi/núverandi (?) og dóttur hennar, sem er víst trukkalessa ... veit ekki alveg hvernig þetta höndlast einhvernveginn en þetta er allt stórskrýtið fólk sem gaman er að þekkja. Ætla að vera með partý og halda mér innandyra á gamlárs, E. verður að spila á gítarinn ef ég þekki hann rétt og karokkýið blastað í botn... annars er ég að reyna að komast í frí frá vinnunni svo hægt sé að láta þetta allt gerast ... veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því þar sem ég gaf óvart deildinni frí, gleymdi mér sjálfri... ansans...