Enga laxerolju takk!
Við erum með klúbb hér í fyrirtækinu sem sérhæfir sig í því sem kalla má föndur og fleira sem tilheyrir heimilisiðnaði. Persónulega er ég ekkert hrifin af þessum klúbbi en það er bara mín skoðun, enda kann ég rétt svo að fitja upp á og ekki meir. Nýjasta afurðin í þessum bókaflokki er bók sem heitir Náttúruvörur fyrir húð og hár og er ekkert merkileg nema hvað hún er svo vinstri græn og Kolbrún Halldórsdóttur-leg að það hálfa væri nóg... þar er verið að kenna hvernig hægt er að steypa varasalva úr vaxi, hafragrjónamaska og eitthvað. Ein uppskrift greip mig svo að ég var næstum búin að grípa blíant og stinga mig í augun en þar sem ég er sérstaklega kvikinsleg manneskja að upplagi og illa innrætt ætla ég að leyfa ykkur að njóta. Uppskriftin er semsé að baðbombu, sem er svo gott að brúka... en ég er að spá í að halda áfram að kaupa mínar.... ekkert svona hómmeid takk fyr:
160 ml. sítrónysýra (humm.... sýra já... )
220 ml. matarsóti (humm... k... er þetta eitthvað til að borða...?)
20 ml. tyrknesk rauðolía, sápuð laxerolía (jú gatta bí kiddýng?)
10 dropar baðbombulitur
70 dropar ylang-ylang olía
Dæmi nú hver fyrir sig... :-s