Það skal sko enginn segja mér...
... að þess aðgerð sé ekkert mál og ekkert vont... þetta var algert ógeð og fyrst núna rúmum 5 tímum eftir aðgerðina get ég haft augun opin. Ég lít út eins og útgrátin heimaveinnandi kerling í Eyjum, bólgin og með sprungnar æðar í augunum mínum og finn til :-( Ég er kannski svona óhepinn, Einsi var farinn að keyra tveim tímum eftir sína aðgerð svo ég held að mitt tilfelli hafi bara verið svona brútal. Heyrði svolítið diskustíng þegar þau voru að taka hornhimnuna af vinstra auganu, þ.e. því seinna, því verra... ,, sökjón on" segir doksi.... sjúg-hljóð og hjúkkan.. ,,hún losnar ekki..." hann sker meira... ,,sökjón on, aftur..." hjúkkan...,,ha, hún er ekkert að koma" sjúgsjúgsjúg-hljóð... eftir 4.tilrun fór hún loksins... þetta var bara með því verra... maður vill ekkert heyra eitthvað svona... af hverju gátu þau ekki verið með eitthvað leynimál? Hann sagt t.d. ,,konan mín kom ekki í gær, söksjón on..." Hjúkkan:,,humm.. það er skrítið, þú verður bara að gera betur í kvöld". Hann:,,sökjón on, aftur .. (sjúgsjúgsjúg)... nei, þeta er eitthvað erfitt fyrir hana, hún er ekkert að koma, verð að gera betur" Hjúkkan: ,,Já, sökjón on?" Eníhú, þetta er búið og ég þarf líklegast ekkert að fara aftur... aldrei aftur... enda sýnist mér ég vera komin með fullkomna sjón og þá er tilgangnum náð, rigt?