Goodbye my precious...
Drottningin hefur sagt upp störfum hjá Eddu útgáfu, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á þjónustufulltrúa vorn í KB-banka :þ ... neinei... nýjir tímar bíða mín, með blóm í haga og gleði allan hringinn :-)
Afsaklið hlé...
-ið sem orðið heur á póstunum mínum - en það er bara búið að vera b i l a ð að gera:
mánudagur- vann til miðnættis
þriðjudagur - fauk, nei, rauk á Hornafjörð til mömmu með bílinn hennar (hann var að koma úr fimm vikna viðgerð)og gekk á ýmsu á leiðinni. Mætti t.d. fyrrverandi vinnufélögum mömmu en þeir höfðu misst tengivagn út af... svo logaði engine ljósið alla leiðina svo ég þórði ekki að keyra hraðar en 80 - enda bjóst ég við að vélin dytti úr bílnum á leiðinni! -svo kom í ljós að það þurfti bara að slökka á vélarljósinu og reddaði Steinþór því með einhverri tölvu - svo ég hefði alveg getað spíttað - en allt er gott sem endar vel. Yndislegt að fá að hrjúfra sig í mömmufaðmi eina nótt og kjöftuðum við til 03 um nóttina. Hún er búin að koma sér svo vel fyrir, var að klára postulínsnámskeið og sýndi mér m.a. ógó flotta diska sem hún kláraði að mála, svona sparistell með blómum á. Omg, það var ekki að sjá að koman hefði misst aðra hendina, öll smáatriði og æðar í laufblöðunum hið fullkomnasta - ég þyrfti að fara í líkamsskiptingu til að geta gert nokkuð þessu líkt.
Miðvikudgur - Við vöknuðum snemma svo ég gæti smellt kossi á Kolla minn, sem er alveg að hverfa kallinn blessaður. Hann þekkti mig ekki en greinilegt að hann var að reyna að segja eitthvað - öll hugsun horfin þangað sem hann getur ekki tjáð hana - afskaplega gott að sjá kallinn en átakanlegt líka. Hann er svo yndilegur maður og hefur aldrei verið mér neitt annað en góður fósturfaðir :-) Svo flaug ég til Reykjavíkur um tíuleytið og mætt í vinnuna kl.11:20. Vann til fimm og afrekaði það að fara í skvass með Sif, en við förum alltaf 3svar sinnum í viku... skemmtilegt hobbý með skemmtilegri vinkonu - gott að halda tengslum á svona góðan hátt :-) Um kvöldið ákvað ég/var skipað að taka mér frí og lágum við Alli í sófanum og horfðum á Imbann meðan Einsi eldaði pottrétt og svo var horft meira á Imbann og gert grín og hlegið :-)
Fimmtudagur - vann til hálf eitt um bóttina með smá hléi, meðan forritarar löguðu kerfið fyrir mig og skrapp ég til Helga og Álslaugu í kaffisopa. Hitti þar Búdda og Heiðu Mæju, hef ekki séð þau í ár og aldir. svaf vel í faðmi mannsins m?s og ekki síður Gullu sem var óvenju athyglissjúk í Einsa meðan Drottningin brá sér af bæ. Hann er að þjálfa hana í að sækja og gengur hratt á harðfiskbirðirnar sem Fríða syss færði okkur, af þeim völdum :-)
Föstudagur - vann til fimm en hélt áfram að vinna þegar ég kom heim, nennti ekki einu sinni að fara í matarboð og sofnaði yfir Idolinu - svaf fast segir betri helmingurinn minn.
Laugardagur - vaknaði kl. 08:00 og gat sofið ei meir - er núna að vinna ... og blogga... planið er að fara á árshátið Hjáróma og svo á Skómó ball (dú jú bílív it?) túnæt ... vona bara að ég sofni ekki í fatahenginu :-/
Grrrr....
Ofsabræði mín í garð réttarkerfis okkar kemur í veg fyrir að ég skrifi langan pistil um þetta mál, en samkv. DV undanfarna daga þá er viðbjóðurinn sem barði Hreindýrið okkar og
rústaði sakleysi barns míns ennþá að gera gloríur út um allan bæ :-/ Lögreglan vildi ekki staðfesta við mig í gær að um sama mann væri að ræða, en sögðu að ég hefði ekkert að óttast - right :-/ Það var D.V. sem staðfesti það við okkur að um sama mann er að ræða... D.V. má nú alveg eiga það, þótt sorprit sé á margan mælikvarðann að maður getur alltaf vitað hvar hættulegir einstaklingar eru búsettir eða niðurkomnir... ekki tilkynnir lögreglan mér ef Steingrímur Njálsson er fluttur við hliðina á mér :-/
..svo ganga um svona menn og rústa lífum út um allan bæ á meðan lögreglan segir að það sé ekkert að óttast.. sögðu þeir það við konuna sem var þrínauðgað af þessum viðbjóði?... ,,æji, þú ert hvort eð er lituð, slakaðu á" :-(
Dásamleg helgi að baki :-)

Innfól í sér veggjaklifur, skvass, byssugleði, mikinn svefn, matarboði og svo enduðum við á rólegum sunnudegi og buðum Gumma Palla og Hróa í mat - og það virðist bara vera að mar sé þreyttur eftir svona lítið djamm og mikla afslöppum - ætli mar sé að verða gamall?
Já.. og ég bara spyr - hvernig nælir RúV sér í veðurfræðinga? Fara starfsmannastjórarnir í Bingó í Vinabæ til að ná í nýútskrifaða veðurfræðinga? Þessi nýji gaur sem var í kvöld (vona að þetta veðrist af honum - er ekkert illgjörn eða þannig) hann var svo freðinn og frosinn eitthvað að hann hefði ekkert flutt þetta betur ef heimsenda væri spáð :-/ ... þá vil ég nú frekar SiggaStorm :þ
Alger snúlla!

Svandís kom í kaffi með Heiðu Rakel sem verður bara fallegri og fallegri með hverri íslandsheimsókninni, enda afskaplega lík móður sinni (þótt pabbinn eigi fyllilega líka einhverja andlitsdrætti) :-) Heiða kíkti líka með börnin sín tvö - þetta var hinn fínasti kaffitími - en við byrjuðum daginn á að fara í bröns til Möggu Pálu og Lilju svo það var enginn dinner eldaður hér á bæ . . . er rétt nýbúin að losna við kaffiskjálftann... úff...
Já... og Til hamingju Ísland!
Þá er því endanlega lokið...
.. enda ekki nema von þegar
-þjálfarinn ákveður að taka leikhlé allt allt of seint - skil ekki þessa áráttu að taka það þegar 3 mín eru eftir...
-allir strákarnir trúa ekki á sjálfa sig og gefast upp - nema kannski Guðjón Valur en hann er sá eini sem reynir eitthvað eftir að öll von er næstum úti
-liðið hefur ekki úthald í svona stórmót
Við verðum að sætta okkur við þetta, eða ég amk. . . það kemur ekkert í bráð annað B-mót þar sem allt gengur upp og sófar brotna af kæti yfir velgengni liðsins :þ
Djöfuls djöfull!
þá er það búið...
... alltaf sama sagan, mar kemur sér vel fyrir í sófanum og ætlar að húrra upp smá þjóðarstolti og keppnisskapi - þá floppar landsliðið eins og bráðið smjör í gluggakistu. Alltaf sama sagan... hvenær ætli við náum til að eiga alvöru afreksmenn...? - og þá er ég ekki að tala um steratröll, undrabarn í borðtennis eða eina stangarstökksstelpu