Annars var helgin...
hin rólegasta, þótt hún hefði ekki gefið tilefni til þess :/ Við vorum að breyta skrifstofunni hjá okkur í vinnuni og er ég alltaf að komast betur og betur að því að ég heinlega elska þetta starf... það er ekkert smá næs að geta farið í hálftíma í kaffi með öllum vinnufélögunum án þess að hafa áhyggjur yfir því að síminn sé að hringja út.. eða bara tekið sér matar- & kaffitíma yfirleitt. Svo er þetta svo ógurlega skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með :) Það var semsé frumsýning á endurbættri skrifstofu um helgina og var öllum starfsmönnum boðið (þeir eru yfir 100) og þar sem Siggi forstjóri er með ólæknandi Queen bakteríu þá bauð hann okkur öllum á ball með Miracle sem var á Players, sem er í sama húsi og vinnan... en þar sem ég hafði verið eðlisfræðikennari frá 07-08 um morguninn og svo að þrífa á fullu allan daginn þá gaf litli djammdjöfullinn á öxlinni minni sig áður en Miracle sté á stokk og fórum við Einsi snemma heim... en við vorum með báða strákana um helgina og ekki mjög gáfulegt að vera þunnur/fullur þegar mar vaknar með þeim :-) Enda dreif ég mig í skvass að hrista mitt skvabb kl. 09:50 og svo beint í heróverdú hjá Áslaugu. Hún er komin með smá malla... enda er hún svo lánsöm að fá tvö styki í heiminn í febrúar/mars :-) Restin af helginni fór í heimilisstúss, kolaportið, krakkarnir fóru á Delönu og Magna og bara almenn notalegheit ;) Vorum boðin í eitt stórafmæli og Miracle veislu en meikuðum það ekki... enda ekki á hverjum degi sem drengirnir eru báðir hér heima :)
Eitt sem ég rakst á í dag og finnst vera alveg ömurlegt (verð að koma með smá svertu hér, það sem af er lesið af þessari færslu er bara eiginlega væmið) en ég var að skoða bíl fyrir mömmu og fór og prufaði hann um helgina. Leist vel á hann og fór svo að spurja sölumanninn um fyrri eigendur... þá kom í ljós að VÍS hafi keypt bílinn af manni sem átti hann bara í einn mánuð svo þetta hlyti að vera tjónabíll... sem kom hvergi fram í neinni lýsingu af bílnum. Ok huxaði ég - kannski bara minniháttar tjón og ætlaði að fá uppgefið hjá VÍS hvaða tjón þetta var nákvæmlega en þeir neita að gefa það upp. Asnalegt að það eina sem maður hefur í höndunum eftir að maður er búinn að komast að þessu (og n.b. það var tilviljun að ég fór að rekja garnirnar úr sölumanninum (hann var sætur) ) eru orð seljandans fyrir að það hafi verið skipt um þetta og hitt... þú veist ekki nema hann vilji losna við hann sem fyrst og nefni því ekkert skökku grindina... eða hvað þetta allt heitir... hefði haldið að maður ætti að geta séð svart á hvítu hvað kom fyrir og hvað var lagað. En ... mar ræður víst ekki öllu í heiminum, því miður :þ
Er að spá í að fara að grafa upp öll kostningarloforðin sem Bjé og Djé flokkarnir gáfu hér um árið og sjá hvað sé efnt og hvað sé glemt... hvar er t.d. lækkaða matvöruverðið... sjitt hvað það er djöfullegt að versla í matinn, það er ekki nema von að Anorexía sé í tísku :þ Nei... oj... er þá djöfullinn kominn aftur á öxlina... hann týndist ekki lengi ...