Mmmmm....
Þegar lægðunum rignir yfir mann á færibandi og kólnar hratt í veðri - hvað er betra en að fá sér hvítlaukslæri með brúnni sósu, salati og brúnuðum?

Ætla að láta þetta flykki marenerast í dag og elda hægt svo það bráðni í munni.... mmm...
En fyrst ætlum við Alli að baka Gulrótarköku ... notalegar svona matarmiklar helgar :)
Annars eru vinnufélagarnir farnir í vikukrús um karabíska hafið í Lúxusskipi (einhverjar tvöhundruð hæðir með fjórtán sundlaugum og ég veit ekki hvað og hvað...) svo ég er ein í sjoppunni næstu vikuna. Grunar að það komi í ljós mikill draugagangur í Bæjarlindinni þegar ég mæti ein í myrkri ... bezt að vera ekkert að huxa um það, Sigga mín - maður sér bara það sem maður vill sjá.
Annars er lítið að frétta - ætlaði að fara upp í Leikfélag Hafnarfjarðar í vikunni og hjálpa eitthvað til með Ráðskonu Bakkabræðra en sorglegir atburðir urðu þess valdandi að ég forgangsraðaði upp á nýtt hjá mér og hef sinnt sálgæslu hjá syni mínum undandfarið. Lífið er bara svo dýrmætt og börnin manns svo ofurviðkvæm fyrir áföllum að maður verður að hafa hlutina á hreinu. Okkur var nú samt hálf hent út í gær (,,mamma - ég get alveg verið einn heima og mér kemur ekkert til með að leiðast, sko") og fórum við í smá pókerspil við ónefnda samgrúppíu mína og félaga hans og eru þau mörgum þúsundkallinum fátækari í dag, því miður fyrir þau - en þetta gómsæta læri er keypt fyrir ágóðan af þeirri kvöldstund okkar :) ... það er sko alveg hægt að vera heppin í spilum OG ástum :)
Góða helgi :þ