Pabbinn, svabbinn...
Bauð Heiðu í leikhús á föstudaginn að sjá Pabbann... og gengum út ú hálfleik... var ekkert hrifin af Hellisbúanum og það er einhvernveginn of langt síðan mar stóð í bleyjuskiptum og fæðingum til að þessi sýning höfðaði til mín svo við tókum pokann okkar og ákváðum að fá okkur frekar að borða. Samstarfsmenn mínir skemmtu sér frábærlega, að þeirra sögn en ég er barasta ekkert skotin í svona framsetningu og skammaðist mín ekkert fyrir að fara fyrr :/
Alli er búinn að vera svo duglegur við að halda inn tíum og sexkommafimmum (í dönsku og bílív mí... þetta er fyrir ofna meðallag hjá 8. bekkingum) að mammsan splæsti á hann í bíó á meðan við Heiða vorum að úldna á Helisbúanum... og út að borða... hann er svo ótrúlega duglegur og mikill hæfileikagaur, er á fullu að semja lög með pabba sínum þessa dagana og gengur ógó vel, amk það sem ég hef heyrt...
Ætlum að byrja að hanna fermingarboðskort í dag... það eru tveir mánuðir í andlegt taugaáfall svo það er eins gott að fara að byrja á þessu :/
Svo var ætlunin að sofa duglega út um helgina, en vaknaði báða morgna upp úr átta... held það sé merki um að maður sé að missa stjórn á klukkunni sinni og að hún sé farin að ganga fyrir einhverju vélarafli sem mar skilur ekki... hún tekur amk ekki skipunum :(
Svo er það Kolaportið í dag og að klára að þrífa húsið... újehhh...
...vonandi hefur helgin verið góð hjá öllum, til lands og sveita, láðs og geita :)