Sumarið er greinilega komið...
Eitt af því sem minnir okkur fjölskylduna á að sumarið er komið er þegar Alli minn fær freknur, sérstaklega þegar þær skríða inn í eyrun á honum. Nú skall sumarið heldur harkalega á honum, því hann er hreinlega veikur heima - með annars stigs bruna á höndum, hálsi og hálfu andliti eftir sumarkomuna í fyrradag... :/
Hann vildi ekki setja á sig sólarvörn áður en hann fór í unglingavinnuna, fannst það greinilega orðið eitthvað hallærislegt... en hefur svo sannarlega komist að kostum þess að smyrja því vel á sig - oft á dag... þótt það sé ekki einu sinni sól...
Svo á hann Einsi minn afmæli í dag - loxs búinn að ná mér í aldri ... til hamingju með afmælið, ástin mín!