Tell mí - hú nenns tú blogg, man...?
Alveg dáist ég að Evu, Skeiðunni mínni Húla og fleirum sem eru svo duglegir að blogga svona líka skemmtilega. Þessir bloggarar koma manni oft til bjargar þegar ekkert er að gera í vinnuni eða maður þarf að drepa nokkarar mínútur, án þess að drepa sjálfan sig í leiðinni... úr leiðindum :-)
Ég amk hef komist að því að þegar það er svona gott veður úti og sólin skín allan sólarhringinn þá vil ég helst vera að steikja síðuspikið úti á svölum og blása eins og hvalur í stíl...
Annars er fullt að gerast, nenni bara aldrei að blogga um það - orðnar gamlar fréttir áður en maður getur sagt ,,nýjarfréttir" og allt breytt um leið og maður hefur tekið ákvörðun um að beygja til hægri... ég er t.d ekki að fara til Roskilde... ónei - sendi þess í stað fulltrúa minn og er búin að fá loforð frá einum um að fá hringingu þegar goðin mín í Red Hot Chilli Peppers stíga á svið... hefði svosem alveg verið til í að vera blindfull alla helgina með Öldu minni í ókunnugum tjöldum að lenda í allskonar ævintýrum og koma heim hás, blönk og allskonar allskonar... en maður verður að forgangsraða rétt í sínu lífi :-)
Svo er undirbúningur fyrir K/K (Kórea og Kína) í fullum gangi og nánari fréttir af því koma seinna í dag eða á mogun... get lofað ykkur því að þeir sem hafa misst af ákveðnum atburði sem helst enginn hefði mátt missa af, fá hér með tækifæri til að sjá, uppgötva, hlægja, gráta, hrífast, hneykslast... nánari fréttir síðar... spennan magnast...!