Rakst á þennan góða djókara á veraldarvefnum...:
Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir
verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo:
"Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum, þú verður að fara niður."
"En en, ég er verkfræðingur..." "Já sorry en þú ert ekki á listanum!" Þannig
að Jón er sendur niður til helvítis.
Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt
sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann
bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax: "Ekki
séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök." Guð er ekki sáttur og segir:
"Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það." Þá varð Satan mikið niðri fyrir og sagði: "Sko, áður en Jón
kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og
brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við
komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað
og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur.
Það er ekki séns að þú fáir hann." "Sko, Satan, þú lætur mig fá hann aftur
eða ég fer í mál við þig!" "Já er það og hvar þykist þú ætla að fá
lögfræðinga!"