Bjartir dagar...
Nú er að birta og birta eins og vindurinn og mikið er það ógurlega ljúft. Snjórinn er ágætur þannig séð og hvítur og hreinn í svona tíu mínútur hér í Reykjavíkinni, en þetta er alveg orðið fínt bara. Nú klæjar mig í lófanna og langar til að fara að hreyfa mig duglega og hrista af mér þessi síðustu barnsburðarkíló sem lafa ennþá á mér. Við fórum og leigðum vagn um helgina til tveggja mánaða og tókum duglegan göngutúr um miðbæ Reykjavíkur og enduðum á Jómfrúnni í góðgæti og öðru meðlæti. Góða veðrið gefur góð fyrirheit um fínt vor - en ég ætla að varast það að hrópa húrra strax... því það eru jú að koma páskar með sitt árlega hret :-/
Við Alli og Gullanóa fórum í heimsókn til Kiddýar í dag og voru amma Guðný og afi Jói stödd þar - það er alger næring fyrir sálina að hitta þau :-)

Fleiri myndir í myndaalbúminu okkar- þar á meðal þessi af prinsessunni en svona liti hún út ef hún hefði fengið eyrun mín!
Álfur!