Manneskja vs. Kerfið
Þegar við Einsi fórum upp á spítala til að eiga GulluNóu þá lagði Einsi óvart í stæði sem var með gjaldskyldu, enda var hann að flýta sér á eftir sjúkrabílnum, mið nótt og niðdimmt úti auk þess sem það var snjór yfir öllu bílastæðinu. Hann tók náttlega ekkert eftir því, enda var hann með hugann við dömuna sem var að boða komu sína. Þegar hann kom út daginn eftir var af sjálfsögðu búið að sekta hann fyrir að leggja þarna. Kaldar velkominíheiminn kveðjur frá Reykjavíkurborg huxaði ég, en hafði af sjálfsögðu skilning á því að bílastæðisvörðurinn var einungis að vinna vinnuna sína. Þar sem ég hef gaman af því að bjóða birginn (ekki Birgið, sko) þá ákvað ég að mótmæla og ritaði manni einum hjá Reykjavíkurborg (sem sér um svona kvartanir) tölvubréf og útskýrði ástæður þess að við hefðum gerst lögbrjótar einn dag. Fékk svar til baka þar sem mér var tjáð að svona mál færu í ákveðinn farveg og yrði úrskurðað í þessu máli fljótlega... svolítið stofnanalegt og eitthvað... ég huxaði: ,,owell,lét þó einn starfsmann sinna einum borgara"
Fengum svo bréf frá Reykjavíkurborg í dag sem í stóð m.a.:
,,Með tilliti til sérstakra aðstæðna verður hið álagða gjald fellt niður. Til hamingju með dótturina."Þarna var semsé ein manneskja að sinna annari manneskju... :-)