Fimm ár - til hamingju við!
Já, eru ekki bara um fimm ár í dag síðan við ákváðum að rugla saman reitum, ástmaður minn heittelskaður og ég. Ef hann hefði ekki ákveðið að gera upp baðherbergið sitt á Laugaveginum og þurft þ.a.l. að fara í bað hjá mér í Mávahlíðinni þá væri kannski engin GullaNóa til... ekki hefði ég viljað missa af þeim gullmola... né þessum ótrúlega góðum fimm árum sem við höfum átt saman. Tel mig vera heppnustu konu í heimi að vera svona vel ,,gift", eiga svona falleg og góð börn, eiga traust þak yfir höfuð mitt og síðast en ekki síst, búa á Íslandi; þar sem eru engin stríð, náttúruhömungar, né aðrar hörmungar. Þrátt fyrir allt krepputal og tuð um stjórnmálamenn og frá stjórnmálamönnum þá er alveg ágætt að búa hér á þessum friðartímum.

Hvar skyldum við verða eftir 5 ár til viðbótar?